Tara Margrét Vilhjálmsdóttir fæddist með alvarlega heyrnarskerðingu sem kom þó ekki í ljós fyrr en Tara var orðin unglingur. Nýverið gekkst hún undir kuðungsígræðslu og í fyrsta skipti heyrir hún hljóð eins og t.d. fuglasöng. Tara hefur verið ötull talsmaður feits fólks á Íslandi og er formaður Samtaka um líkamsvirðingu en hefur mátt þola aðkast og smánun vegna þeirrar baráttu sinnar, sérstaklega í kommentakerfum frétta- og samfélagsmiðla. Síðustu fjögur ár segir hún hafa verið þau erfiðustu í lífi sínu, meðal annars vegna andlegra veikinda eiginmanns síns, fötlunarinnar sem hún varð að sætta sig við og stormsins sem gekk yfir eftir afdrifaríkt viðtal á Stöð 2.