Ásta Kristrún Ragnarsdóttir var fyrst Íslendinga til að læra námsráðgjöf og heldur í ár upp á fjörutíu ára afmæli sitt sem námsráðgjafi. Hún er frumkvöðull á því sviði og hefur átt mikinn þátt í að móta starfið og kenningar innan fagsviðsins. En það var ekki alltaf auðvelt að ryðja brautina og opna mönnum skilning á mikilvægi ráðgjafar í skólastarfi og ekki alltaf heppilegt að vera ung kona í brautryðjandastöðu. Ásta mætti bæði fordómum en líka stuðningi og þakklæti.