Anna Margrét Einarsdóttir og Hörður Harðarson höfðu nokkrum sinnum stefnt á að gifta sig en þegar plönin brugðust í þriðja sinn voru þau lögð til hliðar. Það var svo í miðjum heimsfaraldri sem Anna Margrét fékk þá hugmynd að þau gætu gift sig sex dögum síðar, enda enginn að fara eitt eða neitt og þeirra nánustu gætu verið viðstaddir. Á tímabili fannst þeim líta út fyrir að almættið væri að prófa þau rækilega þegar jarðskjálftar, COVID og sóttkví urðu í vegi þeirra en að þessu sinni náði ekkert að stoppa þau og þau gengu í það heilaga 20. október á síðasta ári.