Alma D. Möller var fyrst kvenna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og er glæsilegur fulltrúi þeirra í öllu tilliti. Hún hefur staðið í eldlínunni allt frá því að COVID-19 kom til landsins, fyrir rúmlega ári, en hefur einnig mætt öðrum erfiðum og krefjandi verkefnum í starfi. Hún hefur látið til sín taka gæða- og öryggismál í heilbrigðiskerfinu, gert úttektir og sent skýr skilaboð til stofnana um þau mál. Alma segist fagna allri umræðu um öryggi sjúklinga en minnir á að að hún þurfi að fara fram af yfirvegun.