Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Blint stefnumót á Spáni

Fyrir tveimur áratugum kynntist ég áhugaverðum manni í gegnum stefnumótasíðu. Hann var íslenskur en búsettur erlendis og eftir nokkurra vikna spjall og þrátt fyrir fjarlægð á milli ákváðum við að hittast … á blindu stefnumóti á Spáni.

Skömmu eftir aldamótin kynntist ég manni á Einkamál.is, mjög vinsælum vef á þeim tíma. Ég hélt dagbók og veit þess vegna að við fórum að spjalla saman í febrúarmánuði. Við vorum bæði undir dulnefni til að byrja með og fljótlega kom í ljós að við áttum margt sameiginlegt. Ég er frá kaupstað á landsbyggðinni og hann reyndist hafa búið þar líka um hríð, meira að segja í sömu íbúð og við fjölskyldan bjuggum í um tíma. Ég áttaði mig smám saman á því hver hann var. Ég hafði þó ekki kynnst honum en hann hafði verið í skóla með barnsföður mínum svo ég var með forskot á hann, vissi hvernig hann leit út og kannaðist líka aðeins við fólkið hans. Hann var tveimur árum eldri en ég og það er mikill munur þegar maður er krakki.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.